Nemendur hafðir fyrir rangri sök
Fyrir skömmu var sagt frá því að nemendur úr Skagafirði og Húnavatnssýslu á leið í framhaldsskóla á Akureyri hefðu látið dólgslega í áætlunarbíl sem fluttu þau í Eyjafjörðinn og m.a. kúkað á gólf bifreiðarinnar en rannsókn hefur nú leitt í ljós að þeir áttu engan þátt í því sem þar er lýst.
Athugun leiddi í ljós að nemendur skólanna sem komu í rútuna á Blönduósi og í Varmahlíð sátu ekki aftast þar sem atvikið átti að hafa gerst. Líklega var þar um veikan einstakling að ræða.
Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Bíla og fólks segir málið afskaplega viðkvæmt þar sem hugsanlegt er að hér sé um barn að ræða eða vanheilan einstakling. -Málið var ekki og verður ekki kært og við erum að reyna að komast til botns í þessu. Nemendur eiga engan þátt í þessu og hafa verið afskaplega jákvæð við að upplýsa málið með okkur. Við höfum sent þeim bréf í skólana varðandi þetta mál, segir Óskar.