Níu til viðbótar sækjast eftir stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd

Frá Skagaströnd. Mynd:FE
Frá Skagaströnd. Mynd:FE

Umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd rann út þann 27. ágúst sl. en á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar þann 20. júlí sl. var sú ákvörðun tekin eftir mat á umsóknum að auglýsa stöðuna að nýju.

Að sögn Halldórs G. Ólafssonar, oddvita sveitarstjórnar, bættust níu umsóknir við þær sjö sem fyrir voru þannig að nú liggja fyrir 16 umsóknir um starfið. Sveitarstjórn hyggst ræða við nokkra umsækjendanna á næstu dögum og verður listi yfir umsækjendur væntanlega birtur innan tíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir