NMT kerfið kvatt
Í dag lokrar Síminn NMT kerfinu sem hefur í áratugi þjónað öryggishlutverki bæði til sjós og lands. Byggðasafnið á Skógum fær NMT senda til varðveislu.
Nú er ekki lengur unnt að reka NMT kerfið þar sem það er barns síns tíma og ekki lengur framleiddur búnaður í það til uppfærslu. Við lokun NMT kerfisins á Íslandi er það eingöngu rekið í Póllandi og Rússlandi að því er fram kemur á Wikipedia. Það má því með sanni segja að lítið sem ekkert eimi eftir af því sem NMT stendur fyrir; Nordisk Mobil Telefoni.
Í tilkynningu frá Símanum segir að með umfangsmikilli uppbyggingu 3G farsímakerfis ásamt því að bæta hefðbundna GSM-kerfið þá hafi heildarútbreiðsla GSM/3G kerfa orðið mun viðameiri en útbreiðsla NMT kerfis var nokkru sinni þegar miðað er við handsímaþjónustu. Noti fólk hins vegar loftnet og beini (router) verður dekkunin ennþá meiri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.