Norðan 18 – 23 á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.11.2010
kl. 08.36
Það er heldur betur kominn vetur í spákortin okkar núna þó svo að lítið hafi orðið af óveðrinu sem okkur hafði verið „lofað“ um helgina. Spáin næsta sólahringinn gerir ráð fyrir vaxandi norðaustlægri átt, 13-18 m/s og snjókomu með morgninum. Norðan 18-23 og talsverð slydda eða snjókoma á morgun. Hiti nálægt frostmarki.
Krapi og snjór er á öllum helstu vegum og ljóst að miðað við spána er gott að fylgjast vel með bæði veðri og færð áður en lagt veður í langferð næsta sólahringinn.