Nostalgíuferð Herramanna yfirstaðin
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Lokað efni
19.05.2025
kl. 14.29
Hljómsveitin Herramenn hélt aftur til fortíðar nú um helgina og bauð þeim sem vildu spóla til baka til eitís eina kvöldstund að koma með sér og fagna 37 árum í bransanum. Þeir Stjáni Gísla, Svabbi, Árni Þór, Birkir og Kalli Jóns höfðu víst engu gleymt og ekki að heyra annað en að þeir væru enn að spila hverja helgi. Í það minnsta segja upplýsingar Feykis að drengirnir hafi verið þéttir og engin feilnóta slegin.