Ný og endurskoðuð eineltisáætlun Svf. Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður
22.11.2017
kl. 08.02
Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar hefur samþykkt nýja og endurskoðaða stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Á heimasíði sveitarfélagsins segir að allt starfsfólk þess eigi rétt á að komið sé fram við það af virðingu og umhyggju.
„Sveitarfélagið Skagafjörður tekur skýra afstöðu gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Slík hegðun er ekki liðin á vinnustöðum sveitarfélagsins undir neinum kringumstæðum og getur leitt til áminningar og eftir atvikum starfsmissis. Meðvirkni starfsmanna í slíkum tilvikum er jafnframt óásættanleg,“ segir í áætluninni.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.