Ný sókn í ferðaþjónustu

Rætt er við Valgarð Hilmarsson, formann Ferðafélags Austur Húnvetninga, og Ágúst Pétursson verkefnisstjóra í þættinum Að Norðan á sjóvarpsstöðinni N4 um ferðaþjónustu í Austur Húnavatnssýslu og þann sóknarhug sem er í ferðaþjónustuaðilum í sýslunni.

Sagt er frá verkefni sem Ágúst hefur fyrir höndum en það er „hugsað fyrst og fremst til þess að efla innviðina til að takast á við vaxandi möguleika í ferðaþjónustu á svæðinu,“ að sögn Valgarðs.

Ágúst skýrir nánar frá verkefninu, þeim tækifærum sem sýslan býður upp á og hvernig hann hefur lagt áherslu á til auka samstarf á milli ferðaþjónustuaðila á svæðinu.

http://youtu.be/9SvPaY7uKU8

Fleiri fréttir