Ný stjórn VG í Skagafirði kjörin á aðalfundi

Aðalfundur VG í Skagafirði var haldinn í gær, þann 30. september. Á fundinum var farið yfir málefni héraðsins, bæði á vettvangi sveitarstjórna og á landsvísu og einnig var ný stjórn kjörin. 

Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að fram hafi komið hjá fundarfólki ánægja með margt í störfum forsætisráðherra og ráðherra flokksins í ríkisstjórn, en einnig að Skagafjörður og landshlutinn allur saknaði stuðnings þingmanna kjördæmisins í verki. Engir landshlutar hafi síðustu ár þolað eins mikið sinnuleysi stjórnvalda og þingmanna sinna og Norðurland vestra.

Ný stjórn félagsins var kosin á fundinum. Stjórnina skipa Björg Baldursdóttir, Úlfar Sveinsson, Hildur Magnúsdóttir, Auður Björk Birgisdóttir og Bjarni Jónsson sem áfram gegnir formennsku. Varafulltrúar í stjórn voru kjörin Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir