Nýjar innkaupareglur hjá Blönduósbæ

Húni.is segir frá því að á fundi bæjarstjórnar Blönduósbæjar í fyrradag voru samþykktar nýjar innkaupareglur vegna kaupa á vöru, verki eða þjónustu. Meginreglan er sú að beita skal útboðum við innkaup þegar áætluð samningsfjárhæð, að meðtöldum virðisaukaskatti fer yfir ákveðnar fjárhæðir.

Fjárhæðirnar sem um ræðir eru eftirfarandi:

Verklegar framkvæmdir: 15 milljónir.
Þjónustukaup: 5 milljónir.
Vörukaup: 5 milljónir.

Varðandi verðfyrirspurnir, þegar ekki er viðhaft útboð eins og kveðið er á um í meginreglunni vegna innkaupa á vöru, verki eða þjónustu skal formleg fyrirspurn almennt vera undanfari viðskipta þegar áætluð samningsfjárhæð, að meðtöldum virðisaukaskatti, fer yfir eftirtaldar fjárhæðir:

Verklegar framkvæmdir: 1 m.kr. – 15 m.kr.
Þjónustukaup: 1 m.kr. – 5 m.kr.
Vörukaup: 1 m.kr. – 5 m.kr.

Fleiri fréttir