Nýjar keppnisgreinar á Unglingalandsmóti UMFÍ
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
11.07.2014
kl. 10.36
Á Unglingalandsmóti UMFÍ er keppt í mörgum ólíkum greinum. Í ár erum við spennt að kynna þær þrjár nýju keppnisgreinar sem koma inn á Unglingalandsmót en það eru tölvuleikir, siglingar og bogfimi.
Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi en skráning er hafin inni á vef UMFÍ. Allir á aldrinum 11-18 ára geta keppt á mótinu en einnig eru fjölbreytt verkefni og afþreying fyrir þá sem yngri eru.
Vonandi sjáum við mörg ánægð andlit sigla hér í firðinum, spila tölvuleiki og taka þátt í bogfimi ásamt auðvitað öllum hinum greinunum. /Fréttatilk.