Nýliðanámskeið í golfi að hefjast

Nú eru grænar grundir Híðarendavallar óðum að verða iðagrænar og því er rétt að blása til námskeiðs í golfi. Nýliðanámskeið í golfi verður haldið dagana 5., 12. og 19.júní frá kl. 18-20. Kennari er Hlynur Þór Haraldsson PGA – golfkennari.

Námskeiðsgjald er 12. 500 kr. og þeir nýliðar á námskeiðinu sem kjósa að ganga í klúbbinn, fá gjaldið fellt niður. Skráning og nánari upplýsingar veita Hlynur Þór í síma 8667565 eða á netfangið hlynurgolf@gmail.com og Dagbjört Rós í síma 8686917 eða á netfangið dagbjort79@live.com.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir