Nýr skákvefur fyrir krakka
Krakkaskák.is er nýr vefur fyrir börn og unglinga sem vilja kynnast skáklistinni og mennta sig í henni. Þar eru byrjendaleiðbeiningar, kennslumyndbönd í skák og fleira skemmtilegt eins og til dæmis litabók með taflmönnum og teiknimyndakeppnir. Einnig er hægt að skrá sig í krakkaskáklið og tefla við önnur börn í rauntíma.
Vefurinn er ókeypis fyrir notendur og er starfræktur með styrkjum og frjálsum framlögum. Þeir sem standa að kennslunni eru Siguringi Sigurjónsson og Henrik Danielsen stórmeistari í skák. Á vefnum verða haldin skákmót og eins eru reglulega teiknimyndakeppnir þar sem vegleg verðlaun eru í boði.
/Fréttatilkynning