Nýtt bókasafn Höfðaskóla

Bókasafn Höfðaskóla. Mynd: hofdaskoli.is.
Bókasafn Höfðaskóla. Mynd: hofdaskoli.is.

Í haust fagnaði Höfðaskóli á Skagaströnd 80 ára afmæli og hefur það lengi verið draumur nemenda og starfsfólks að taka bókasafnið í gegn, kaupa þar inn ný húsgögn og gera það eftirsóknarverðara fyrir nemendur. Á heimasíðu skólans segir að sá draumur hafi orðið að veruleika þegar Sveitarfélagið Skagaströnd gaf skólanum ný húsgögn á bókasafnið í afmælisgjöf.

„Þessi gjöf var kærkomin og mun nýtast okkur vel. Takk kærlega fyrir okkur,“ segir á hofdaskoli.is. Á heimasíðunni er einnig auglýst efir starfsfólki frá og með 1. ágúst nk. Ein 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi, starf sem snýr að teymiskennslu og er ráðið til eins árs. Tvær 100% stöður umsjónarkennara á miðstigi, starf sem snýr að teymiskennslu, ein staða við frístund, um er að ræða 50% stöðu þar sem vinnutíminn er frá 12 – 16. Þá er einnig laus 80% staða skólaliða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir