Nýtt starfsár að hefjast í skólabúðunum í Reykjaskóla
Nú eru fyrstu skólarnir að koma til dvalar í skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði á þessu hausti og eru það skólar frá Vestfjörðum sem koma fyrstir eins og undanfarin ár. Þetta eru skólarnir frá Ísafirði, Bolungarvík, Suðureyri, Þingeyri, Súðavík og Patreksfirði.
Á vef skólabúðanna segir að síðustu forvöð séu fyrir skóla að fá pláss í vetur þar sem allar vikur eru nánast fullbókaðar fram til vors 2011. -Það er mikil tilhlökkun hjá okkur starfsfólkinu að byrja aftur eftir sumrfrí og vonandi verður þessi vetur jafn skemmtilegur og sá síðasti, en það er allt undir nemendunum komið hversu gaman er í Skólabúðunum. Virðing, vinátta og væntumþykja eru okkar kjörorð og séu þau höfð að leiðarljósi þá ganga hlutirnir vel og öllum líður vel í skólabúðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.