Opið hús hjá Neslistamiðstöð
Nes listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús næstkomandi sunnudag, 27. apríl, og eru gestir boðnir velkomnir í stúdíóið að Fjörubraut 8 á Skagaströnd á milli kl. 17 og 20.
Þar verður hægt að hitta þá listamenn hvaðanæva úr heiminum sem dvelja við listamiðstöðina um þessar mundir. Allir velkomnir, segir í tilkynningu frá listamiðstöðinni.
