Opið hús í dag hjá Virkar ehf
Virkar ehf., bókhalds- og lögfræðiþjónusta á Hvammstanga, hefur hafið samstarf við lögmannsstofuna Lögmenn Hamraborg 12. Samstarfið styrkir lögfræðiþjónustu Virkar ehf. til muna og jafnframt þjónustu Lögmanna Hamraborg 12 við íbúa á norðvesturhorninu.
Virkar ehf., www.virkar.is, er staðsett að Brekkugötu 2 á Hvammstanga. Umsjónarmaður samstarfsins hjá Virkar ehf. er Aldís og er hægt að hafa samband á aldis@virkar.is eða í síma 868-8938.
Lögmenn Hamraborg 12, www.logmennh12.is, er til húsa að Hamraborg 12 í Kópavogi. Umsjónarmaður samstarfsins hjá lögmannsstofunni er Ingibjörg Ingvadóttir hdl., en hún kenndi um árabil við Háskólann á Bifröst í Borgarfirði. Hægt er að hafa samband á ingibjorg@lh12.is eða í síma 571-1603.
Í tilefni af samstarfinu og stofnun Virkar ehf. fyrr á árinu verður opið hús hjá Virkar ehf. föstudaginn 17. október n.k. milli kl. 17:00 og 20:00. Léttar veitingar verða í boði.