Opið hús í Kakalaskála

Næstu þrjá laugardaga, 30. mars, 6. og 13. apríl verður opið hús í Kakalaskála í Skagafirði þar sem áhugasömum er boðið að fylgjast með 14 alþjóðlegum listamönnum að störfum við að túlka sögu Þórðar kakala fyrir sýningu sem stendur til að opna í Kakalaskála í sumar.

Sigurður Hansen með Pavel Khatsilouski keðjusagar-listamanni frá Hvíta-Rússlandi þar sem hann er byrjaður á listaverki úr rekaviði frá Hrauni á Skaga. Mynd/BÞ

 

Sýningin Á söguslóð Þórðar kakala mun samanstanda af 30 listaverkum og hljóðleiðsögn sem mun sýna fólk, atburði og staði er tengjast lífi Þórðar kakala sem var uppi á Sturlungaöld.

Gestir eru boðnir velkomnir á milli kl. 14-16. Einnig er hægt að fylgjast með listsköpuninni á Facebook-síðu Kakalaskála: https://www.facebook.com/kakalaskali

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir