Opið hús í Oddfellowhúsinu á Sauðárkróki á laugardaginn

Oddfellowhúsið á Króknum. Mynd aðsend
Oddfellowhúsið á Króknum. Mynd aðsend

Laugardaginn 26. apríl milli kl. 14 og 16 verður opið hús í Oddfellowhúsinu að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Þar verður hægt að skoða húsakynnin og þiggja léttar veitingar ásamt því að hægt verður að kynnast starfi Oddfellowreglunar.

Fyrsta Oddfellowstúkan á Íslandi var stofnuð 1897. Í dag eru stúkurnar alls 49, 28 bræðrastúkur og 21 Rebekkustúka víðsvegar um landið. Á Sauðárkróki er sitthvor stúkan, bræðrastúkan Sif og Rebekkustúkan Eir.

Stúkurnar halda reglulega fundi yfir vetrartímann en utan funda er stundað félagsstarf sem er mismunandi á milli stúkna.

Oddfellowreglan er í grunninn líknarfélag. Einkunnarorð hennar eru vinátta, kærleikur og sannleikur. Á hverju ári styrkja stúkurnar á Íslandi hin ýmsu líknarmál á sínu starfssvæði í heildina um tugi milljóna ásamt því að Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa sem er sameiginlegur sjóður hefur veitt myndarleg framlög til líknarmála.

Við hvetjum því fólk til að kíkja í heimsókn á laugardaginn og kynnast starfi stúknanna á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir