Opna Fiskmarkaðsmótið 2014
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
22.08.2014
kl. 14.06
Opna Fiskmarkaðsmótið í golfi, sem jafnframt er minningarmót um Karl Berndsen, var haldið á Háagerðisvelli, Skagaströnd, laugardaginn 16. ágúst sl. Mótið er þriðji hluti svokallaðar Norðvesturþrennu golfklúbbanna á Skagaströnd, Blönduósi og Sauðárkróki.
Alls tóku 29 keppendur þátt í mótinu. Töluverður strekkingur og súld með köflum settu nokkurt strik í spilamennsku keppenda. Úrslit urðu sem hér segir:
Kvennaflokkur – punktakeppni án forgjafar
- Aldís Ósk Unnarsdóttir GSS 20 punktar
- Árný Lilja Árnadóttir GSS 18 punktar
- Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 12 punktar
Karlaflokkur – punktakeppni án forgjafar
- Brynjar Bjarkason GÓS 20 punktar
- Magnús Gunnar Gunnarsson GSS 20 punktar
- Adolf Hjörvar Berndsen GSK 16 punktar
Blandaður flokkur - Punktakeppni með forgjöf
- Hafsteinn Pétursson GÓS 34 punktar
- Adolf H. Berndsen GSK 29 punktar
- Aldís Ósk Unnarsdóttir GSS 28 punktar