Opna KS mótið um helgina

Þátttakendur á mótinu. Mynd:gss.is
Þátttakendur á mótinu. Mynd:gss.is

Opna KS mótið var haldið á Hlíðarendavelli síðastliðinn laugardag. Þátttaka í mótinu var góð en alls skráðu 22 lið sig til leiks. Spilað var Texas Scramble liðakeppni.

Sigurvegari mótsins var Team Orange en liðið var skipað þeim Hildi Hebu Einarsdóttur og Önnu Karen Hjartardóttur. Sigruðu þær nokkuð örugglega á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins.

Kaupfélag Skagfirðinga gaf verðlaun mótsins en veitt voru verðlaun fyrir fyrstu fimm sætin ásamt einum aukaverðlaunum. 

Fleiri fréttir