Opnar körfuboltaæfingar yngri flokka í desember

Í desember eru körfuboltaæfingar yngri flokka opnar fyrir nýja iðkendur og er því tilvalið að koma og prófa án skuldbindinga, segir á vef Tindastóls. Engin skráning né æfingagjöld verða fyrr en haldið er áfram í janúar.

Á vef Tindastóls má sjá nánar æfingatíma aldurshópanna. „Við hlökkum til að sjá þig!“ segir loks á vefnum.

Fleiri fréttir