Opnun skíðasvæðis frestað vegna hlýinda
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.11.2014
kl. 09.46
Ekki verður af áformum um opnun skíðasvæðisins í Tindastóli í dag vegna hlýinda síðustu daga. Á vef skíðadeildar Tindastóls segir að snjórinn sé orðinn mjög blautur og að frekari hlýindi séu í kortunum.
„Það er góður grunnur af snjó og allt orðið klárt til að opna þannig að við þurfum ekki langan fyrirvara til að fólk komist í brekkurnar,“ segir loks á vefnum.