Örtröð á bílaverkstæðum

Örtröð er á bílaverstæðum þessa dagana er allir vilja komast á nagladekk. Viðmælandi Feykis hafði pantað tíma á mánudag en ekki komist að fyrr en seinni partinn í dag. Mikil hálka er innanbæjar á Sauðárkróki í dag og má gera ráð fyrir að sama ástand sé annars staðar á Norðurlandi vestra.

Nú í morgun myndaðist tappi í brekkunni við Fjölbrautaskólann er bíll vanbúinn til vetraraksturs kom sér ekki upp brekkuna.

Fleiri fréttir