Óskert framlög til Selasetursins
Á heimasíðu Selaseturs Íslands segir frá því að starfsfólk og aðstandendur Selaseturs Íslands geta nú glaðst yfir því að framlög til setursins voru ekki skorin niður á fjárlögum ársins 2010. Starfsemi setursins mun því verða að mestu óbreytt á þessu ári, en unnið verður áfram að eflingu rannsóknardeildar setursins og fjölgun rannsóknarnema.
Líkt og fyrri ár er áætlað að setja upp listsýningar yfir sumartímann en mikil en undanfarin ár hefur fjölbreytnin ráðið ríkjum þar sem gestalistamenn hafa sýnt t.d. vídeóverk, skúlptúra, textílverk, málverk og ljósmyndir. Allar ábendingar um efnilega listamenn eru vel þegnar,, en þær má senda á netfangið selasetur@selasetur.is