Öxnadalsheiði lokuð vegna flutningabíls

Öxnadalsheiði er lokuð samkvæmt vef Vegagerðarinnar en unnið er að því að aðstoða flutningabíl sem lokar veginum. Snjóþekja og hálka er á köflum á Norðurlandi. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðvestan 8-15 m/s og stöku él. Gengur í norðan 5-10 síðdegis en styttir upp í nótt.

Gengur í sunnan 8-13 og þykknar upp seint á morgun. Hiti 0 til 4 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag (föstudagurinn langi):

Suðvestan 13-20 m/s og él, en heldur hægari og léttir til á NA- og A-landi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast austast.

Á laugardag:

Suðvestan 8-15 m/s. Léttskýjað NA- og A-lands, annars él. Hiti 0 til 5 stig, en víða næturfrost.

Á sunnudag (páskadagur):

Sunnan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum, en bjartviðri á NA-verðu landinu. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast við NA-ströndina.

Á mánudag (annar í páskum):

Suðlæg átt og bjartviðri A-til, en minnkandi él á V-erðu landinu. Rigning eða slydda á SV- og V-landi um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir suðaustanátt með vætu S- og V-lands. Hlýnandi veður.

Fleiri fréttir