Páfagaukur í óskilum

Blár páfagaukur fannst í gær í húsagarði á Fornósnum á Sauðárkróki og er nú í góðu yfirlæti hjá húsráðendum. Fuglinn var nokkuð þrekaður þegar hann fannst og hefur borðað og sofið vel síðan hann kom í hús.

Þeir sem kannast við gaukinn geta vitjað hans að Fornósi 10 eða haft samband í síma 849 6519.

Fleiri fréttir