Peningaleg eign á innlánsreikningum

Skagaströnd. Mynd: Skagaströnd.is

Á hreppsnefndarfundi á Skagaströnd í vikunni greindi oddviti frá því hvernig fjárvörslu á sjóðum sveitarfélagsins er háttað en sveitarfélagið á gilda sjóði eftir söluna á Skagstrendingi. Í máli oddvita kom fram að langstærsti hluti peningalegra eigna sveitarfélagsins séu á innlánsreikningum.

Þá lágu fyrir sama fundi drög að hönnunarforsögn vegna sundlaugarbyggingar sem Ágúst Hafsteinsson arkitekt hafði tekið saman. Voru drögin lögð fram til kynningar og sveitarstjóra í framhaldinu falið að leita eftir kostnaðarmati á frumhönnun.

Fleiri fréttir