Perla Ruth valin íþróttakona Umf. Selfoss

Íþróttafólk deilda ásamt íþróttakarli og íþróttakonu ársins hjá Umf. Selfoss. Í aftari röð f.v. eru Logi Freyr Gissurarson sem tók við viðurkenningu f.h. Magdalenu Önnu, Birta Sif, Viktor S. Pálsson formaður Umf. Selfoss, Sara, Hilmar Örn Hilmarsson sem tók við viðurkenningu f.h. Guðmundar Axels, Egill, Bjarni Már og Þorsteinn Ragnar sem einnig tók við verðlaunum f.h. Dagnýjar Maríu. Fyrir framan eru Elvar Örn og Perla Ruth. Ljósmynd/UMFS
Íþróttafólk deilda ásamt íþróttakarli og íþróttakonu ársins hjá Umf. Selfoss. Í aftari röð f.v. eru Logi Freyr Gissurarson sem tók við viðurkenningu f.h. Magdalenu Önnu, Birta Sif, Viktor S. Pálsson formaður Umf. Selfoss, Sara, Hilmar Örn Hilmarsson sem tók við viðurkenningu f.h. Guðmundar Axels, Egill, Bjarni Már og Þorsteinn Ragnar sem einnig tók við verðlaunum f.h. Dagnýjar Maríu. Fyrir framan eru Elvar Örn og Perla Ruth. Ljósmynd/UMFS

Frammistaða Perlu Ruthar Albertsdóttur, handknattleikskonu frá Eyjanesi í Hrútafirði, er glæsileg í boltanum en hún leikur með Umf. Selfoss og íslenska kvennalandsliðinu. Í gær var hún valin íþróttakona ársins 2018 hjá Ungmennafélagi Selfoss og er það annað árið í röð sem hún hlýtur þann heiður. Þar með bætist enn einn íþróttamannstitillinn í safnið því um áramótin var hún valin íþróttamaður USVH árið 2018 og íþróttakona Sveitarfélagsins Árborgar.

Í greinargerð um Perlu segir að hún sé lykilleikmaður í liði Selfoss sem leikur í Olís-deildinni. Náði liðið sínum besta árangri keppnistímabilið 2017-2018 þegar það endaði í sjötta sæti. Hún tók þátt í öllum landsliðsverkefnum ársins og stimplaði sig inn sem lykilleikmaður í landsliðinu. Sjá nánar HÉR

Tengdar fréttir:

Perla Ruth íþróttamaður tveggja sveitarfélaga annað árið í röð 

Perla varð íþróttamaður tveggja sveitarfélaga

Virkilega þakklát og stolt

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir