Pétur Rúnar og Viðar í U20 ára landsliðinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
29.05.2015
kl. 13.50
Búið er að velja þá tólf leikmenn sem skipa U20 ára lið Íslands 2015 sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í ár. Á meðal þeirra eru Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson leikmenn Tindastóls.
Í frétt á vef KKÍ segir að mótið fari fram um miðjan júní og mun karlalandsliðið keppa í Finnlandi.
Fleiri fréttir
-
Jákvæðni kostar ekkert | Leiðari 35. tölublaðs Feykis
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Lokað efni 20.09.2025 kl. 16.53 oli@feykir.isÍ síðustu viku var tilkynnt um að gengið hafi verið til samninga við Arkís arkitekta um hönnun á menningarhúsi á Sauðárkróki og eiga framkvæmdir að hefjast næsta vor. Um er að ræða glæsilega viðbyggingu við Safnahús Skagfirðinga sem er ætlað að vera miðstöð skagfirskrar lista- og menningarstarfsemi. Sannarlega góðar fréttir enda hefur verið beðið eftir þessu húsi í 20 ár og sennilega gott betur.Meira -
„Þetta var magnað að upplifa!“
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 20.09.2025 kl. 15.16 oli@feykir.is„Þetta var spennuþrunginn leikur þar sem mikið var undir,“ sagði Konni þjálfari Tindastóls þegar hann svaraði spurningum Feykis í nótt eftir að hafa fagnað mögnuðum sigri á liði Kormáks/Hvatar í undanúrslitum neðri deildar bikarsins. Leikurinn endaði 3-1 og lið Tindastóls því á leiðinni á Laugardalsvöll – væntanlega í fyrsta skipti í sögunni.Meira -
Folald í heimabökuðu pítubrauði og fljótandi eftirréttur | Matgæðingar Feykis
Matgæðingar vikunnar í tbl 22 á þessu ári voru Sigurður Pétursson og Telma Dögg Bjarnadóttir. Sigurður er ættaður frá Vindheimum í Skagafirði og Telma er frá Skagaströnd og eiga þau saman tvo stráka þá Mána Snæ og Alvar Áka. Fjölskyldan er búsett á Skagaströnd og starfar Sigurður sem smiður og Telma er hárgreiðslukona.Meira -
Besta tónlistaruppeldið frá afa Magga mús
Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir er alin upp í Austurgötunni á Hofsósi í stórum systkinahópi, fædd árið 2007, og bæði ættuð úr Deildardal í móðurætt og Unadal í föðurætt. Það má því segja að Þóranna sé orginal út að Austan. Pabbi hennar er Fjólmundur Karl Traustason og mamma Linda Rut Magnúsdóttir. Þóranna lærði á píanó frá sex ára aldri til tíu ára en þá tók þverflautan við og hefur hún leikið á hana síðan. Þóranna mælir með því að læra fyrst á píanó, upp á nótnalesturinn.Meira -
Stólarnir lögðu Kormák/Hvöt í hörkuleik
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 19.09.2025 kl. 22.36 oli@feykir.isÞað var hörkumæting á stórleikinn á Sauðárkróksvelli í kvöld þar sem Tindastóll og Kormákur/Hvöt mættust í undanúrslitum Fótboltapunkturnet bikarsins. Montrétturinn á Norðurlandi vestra undir og úrslitaleikur á Laugardalsvelli eftir viku og stemningin var eftir því. Liðin enduðu bæði í fjórða sæti í sinni deild; Stólarnir í 3. deild en Húnvetningar í 2. deild. En í bikar er allt hægt og Stólarnir með Manu – nei, ekki Man U – í þrennustuði fögnuðu innilega frábærum 3-1 sigri. Til hamingju Stólar!Meira