Pósturinn býður Arion banka í samstarf á Blönduósi

Íslandspóstur hefur boðið Arion banka upp á samstarf um samnýtingu afgreiðsluhúsnæðis fyrirtækisins að Hnjúkabyggð 32 á Blönduósi. Á Húna.is kemur fram að Pósturinn sé nú þegar í góðu samstarfi við fjármálastofnanir um samnýtingu húsnæðis og starfsfólks víðsvegar um landið m.a. með Landsbankanum á Skagaströnd, Sparisjóði Strandamanna á Hólmavík og Arion banka í Búðardal og Bændahöllinni í Reykjavík.

Húni.is hefur eftir Bjarna Jónssyni, stjórnarformanni Íslandspósts, að fyrirtækið geti boðið Arion banka upp á að fá inni í nýju og góðu húsnæði á Blönduósi sem hægt væri að samnýta. Ekki þurfi að finna hjólið upp á nýtt hvað samstarf varðar þar sem Íslandspóstur og Arion banki eigi nú þegar í samstarfi á nokkrum stöðum á landinu. Bjarni segir við Húna.is að ef Arion banki sé ekki áhugasamur um samstarf á Blönduósi þá gætu aðrar fjármálastofnanir haft áhuga. Hann gerir ráð fyrir því að það komi í ljós á næstu dögum hvort hreyfing komist á viðræður um samstarf Íslandspósts og Arion banka á Blönduósi.

Sjá nánar HÉR

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir