Prima krydd í nýtt húsnæði
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
07.11.2008
kl. 12.51
Í dag er ætlunin að hefja starfsemi Prima krydd í nýjum húsakynnum á Blönduósi.
Byggt var nýtt húsnæði undir starfssemi Prima krydd við Vilkóhúsið en var áður starfrækt í gamla bakaríinu.
Að sögn Guðmundar Sveinssonar framleiðslustjóra er ætlunin að koma vélunum í gang í dag og fara að framleiða upp í pantanir sem hafa hrúgast upp að undanförnu. Framleiðslustoppið sem varð vegna flutninganna varaði aðeins í níu daga en „lagerinn er búinn“, eins og Guðmundur orðaði það.