Prjónakaffi í Húsi frímtímans

Á hverjum miðvikudegi frá kl. 19:00 til 22:00 er prjónakaffi í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Húsið er opið öllum sem áhuga hafa á handverki, s.s. prjóna, sauma, hekla, vefa svo eitthvað sé nefnt. Hver og einn kemur þegar hann vill og  fer þegar hann vill.

Alltaf eru einhverjir sem kunna það sem þú kannt ekki og eru tilbúnir til að aðstoða. Ef þig hefur lengi langað að læra að hekla eða prjóna eða vantar bara smá aðstoð er bara að mæta, segir í tilkynningu frá Húsi frítímans.

Fleiri fréttir