Protis ehf styrkir Krabbameinsfélag Íslands
feykir.is
Skagafjörður
15.01.2019
kl. 08.14

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins og Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Protis á Sauðárkróki. Aðsend mynd.
Sl. föstudag afhenti Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Protis á Sauðárkróki, Krabbameinsfélagi Íslands veglegan styrk sem safnaðist af sölu Protis Kollagen í október á síðasta ári í átakinu Bleika slaufan.
Í tilkynningu frá Protis gaf fyrirtækið 250 kr. af hverri seldri vöru til Bleiku slaufunnar og gekk salan vonum framar og var afar skemmtilegt fyrir Protis að geta styrkt þetta verðuga málefni. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar 2018 verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.