rabb-a-babb 7: Gísli Einars

Nafn: Gísli Einarsson
.
Árgangur: 1967.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Guðrúnu Huldu Pálmadóttur frá Hofsósi og í sameiningu höfum við búið til þrjú börn, Rakel Bryndísi 14 ára, Rúnar 8 ára og Kára 5 ára.

Starf / nám: Ritstjóri Skessuhorns og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RUV. Stúdent frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1988 og útskrifaður úr Skagafjararðardeildinni í Skóla lífsins.
Bifreið: Suzuki Ignis árgerð 2001.
Hestöfl: Óþarflega fá stundum en í önnur skipti full mörg miðað við gildandi umferðarlög.
Hvað er í deiglunni: Njóta óvæntrar velgengni í vinsældakönnun Skagafjordur.com, ritstýra hinu vandaða héraðsfréttablaði Skessuhorni, undirbúa lambakjötsfestival í Borgarnesi þann 9. oktober og spá í ýmsar hugmyndir sem leynast í hugarfylgsnum mínum og geta vonandi orðið að einhverju meiru síðar.

Hvernig hefurðu það?  Ég hef það örugglega betra en ég á skilið.
Hvernig nemandi varstu? Nokkurnveginn óalandi og óferjandi og hafði það að leiðarljósi að gera kennurum mínum lífið leitt. Það tókst!
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar ég steig í fermingarkirtilinn og hrasaði framan við altarið og þegar fermingarveislan breyttist í fótboltaleik sem var mjög skemtilegt.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi, bústólpi, rithöfundur og fornleifafræðingur í það minnsta.
Hvað hræðistu mest? Sennilega systur mínar. Það er svona gamall vani.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Trúlega einvher með Madness og síðan hef ég reyndar ekki keypt margar. Kaupi frekar mynddiska enda er ég kvikmyndafíkill.
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? Trúlega ?Spáðu í mig" með meistara Megas.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Fótbolta, enskum og íslenskum.
Besta bíómyndin? Shawshank Redemption.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Jolie er tvímælalaust flottust ef þú ert að spyrja að því.Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Harðfiskur og reyktur magáll, tvímælalaust sælgæti allra tíma.
Hvað er í morgunmatinn? Ristað brauð með miklu sméri og enn meiri osti, neskaffi og jógúrt ef krakkarnir hafa ekki orðið fyrri til.
Uppáhalds málsháttur? Betra er illt að gera en ekki neitt.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Steinríkur Alvaski.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Aprikósu fylltu lambalundirnar og saltfiskur á pepperóníbeði með tómatmauki klikkar ekki heldur.
Hver er uppáhalds bókin þín? Sjálfstætt fólk.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Kína. Ef mér stæði ekki til boða að koma aftur þá færi ég í skosku hálöndin.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Skortur minn á fjármálaviti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hroki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Tottenham Hotspur sem rekja má til liðsins sem var að spila um 1980 með Osvaldo Ardilies, Garth Crooks, Glenn Hoddle, Osvaldo Ardilies ofl. Besta sóknarlið Englands enn þann dag í dag. Síðan er ég að sjálfsögðu formaður stuðningsklúbbs Halifax á Íslandi þannig að það er í öndvegi að sjálfsögðu.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Eyjólfi Sverrissyni og að sjálfsögðu Óslandsbræðrum.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal án nokkurs vafa.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Winston Churchill.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Vasahnífinn minn, Gemsann og Íslendingasögurnar.
Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma hlaupandi yfir hæðina? Ég fíla ekki þennan hávaða. - Að lokum þakka ég hinum einkar skynsömu lesendum Skagafjörður.com fyrir óvæntan en ómetanlegan stuðning. Skíni við sólu Skagafjörður um alla framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir