Ragna Fanney ráðin leikskólastjóri Barnabæjar á Blönduósi

Á síðasta fundi fræðslunefndar Blönduósbæjar var ákveðið að ráða Rögnu Fanney Gunnarsdóttir frá Sauðárkróki í starf Leikskólastjóra í leikskólanum Barnabæ Blönduósi til eins árs. Leikskólastjóri til fjölda ára, Jóhanna Jónasdóttir, óskaði eftir árs leyfi frá starfi og byrjar það nú í ágúst að loknu sumarfríi.

Tvær umsóknir bárust um starfið, frá Rögnu Fanney og Sigríði Helgu Sigurðardóttur. Fram kemur í fundargerð að báðir umsækjendur hafi komið í viðtal hjá nefndinni og var það mat nefndarinnar að báðar væru mjög hæfar í starfið. Niðurstaða nefndarinnar varð sú að mæla með því að ráða Rögnu Fanneyju Gunnarsdóttur í starfið. Helgi Haraldsson sat hjá.

Tengd frétt: 

Breytingar á starfsliði leikskólans Barnabæjar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir