Ragnar Z. nú einn sparisjóðsstjóri hjá Byr
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
25.11.2008
kl. 09.34
Á fundi stjórnar Byrs fyrir helgina var komist að samkomulagi við Magnús Ægi Magnússon að hann léti af störfum hjá Byr sem sparisjóðsstjóri. Í framhaldinu mun húnvetningurinn Ragnar Z. Guðjónsson sem einnig hefur verið sparisjóðsstjóri ásamt Magnúsi áfram gegna stöðu sparisjóðsstjóra hjá Byr.
Í tilkynningu um málið segir að þessi ráðstöfun var gerð í fullri sátt á milli aðila og er hún liður í endurskoðun fyrirtækisins m.t.t. breyttra aðstæðna á markaði. Um sérstakan starfslokasamning er ekki að ræða.