Rás 1 liggur niðri í Húnaþingi og hluta Skagafjarðar og Strandasýslu

Útsendingar Rásar 1 liggja niðri á stóru svæði á Norðurlandi, frá Hrútafirði til innsta hluta Skagafjarðar. Á vef Ríkisútvarpsins segir að ekki sé vitað hvenær viðgerð ljúki en vegna veðurs verði það aldrei fyrr en seinni partinn á morgun, miðvikudag. Rás 2 er inni og virk á þessu svæði.

Svæðið sem um ræðir nær m.a. yfir Hólmavík, Hvammstanga, Blönduós Skagaströnd og innsta hluta Skagafjarðar. Hægt er að ná útsendingum RÚV á öðrum miðlum, svo sem í Rúv Appinu, á sjónvarpsdreifikerfum símafélaga, á vef Ríkisútvarpsins, ruv.is, og á langbylgju frá Gufuskálum á 189kHz.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir