Rauðblesóttrar hryssu er saknað, lausafjár leitað

Hrossabændur eru beðnir um að hafa augun opin fyrir rauðri mjóblesóttri hryssu sem á fjórða vetur (fædd 2005). Merin var rekin upp á Laxárdal í sumar en skilaði sér ekki til réttar í Skrapatungu.

Hugsanlegt er að hún hafi þvælst saman við stóð á svæðinu í kringum Laxárdalsafrétt. Sú blesótta er nokkuð spök og í meðallagi stór eftir aldri. Merin er örmerkt og er merkið 968000002976323.

 

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um staðsetningu hryssunnar eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Sigurð í síma 660-0090 eða 660-0088.

Fleiri fréttir