Reglur samþykktar um röðun á lista Framsóknarmanna
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.02.2009
kl. 08.10
Á aukakjördæmisþingi sem haldið var að Reykjum í Hrútafirði, laugardaginn 14. febrúar síðastliðinn voru reglur fyrir röðun á lista Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi samþykktar og hefur nú landsstjórn flokksins samþykkt þær.
Viðhöfð verður póstkosning þar sem allir skráðir Framsóknarmenn hafa kosningarétt til vals á 5 efstu sætunum á listanum. Framboðsfrestur rennur út 27. febrúar næstkomandi. Kjörseðlar verða sendir til félagsamanna 3. mars og talið verður að kvöldi 13. mars.
Það er von stjórnar kjördæmasambandsins að sem flestir gefi kost á sér, jafnframt því að kosningaþátttaka verði góð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.