Reiðkennaranámskeið fyrir almenning

Á heimasíðu Hólaskóla er sagt frá því að reiðkennarabraut skólans boðar til árlegs reiðnámskeiðs fyrir hinn almenna hestamann. Námskeiðið verður haldið dagana 24. - 27. mars, hér heima á Hólum. Fimmtudaginn 24. og föstudaginn 25. stendur kennslan yfir kl. 17:00 - 21:00, en laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. klukkan 09:00 - 17:00. Heildarstundafjöldi fyrir hvern þátttakanda eru 10 kennslustundir alls, og fær hver um sig væntanlega nánari stundaskrá.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur sjái sér sjálfir fyrir búnaði og hesti, en stía og fóður fyrir hann er innifalið í námskeiðsgjaldinu, sem er kr. 5.000. Hægt verður að kaupa hádegismat á staðnum. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Eyrúnu, í síma 849 9412 og James, í síma 848 7893.

Fleiri fréttir