Reykjavík með stórkostlegan byggðastuðning

Staðsetning starfa á vegum ríkisins er oft nefnd sem byggðamál en líklega sjaldan í samhengi við Reykjavík, sem þó hefur notið stórkostlegs byggðastuðnings stjórnvalda að þessu leyti. Reykjavík er aðsetur langflestra starfsþátta á vegum ríkisins eins og fram kemur í könnun sem Byggðastofnun hefur tekið saman um staðsetningu starfa Ríkisins og lesa má um á heimasíðu stofnunarinnar.

Sauðárkrókur er einn þeirra staða á landsbyggðinni sem skera sig úr varðandi fjölda stofnana, þá einkum með þjónustu á landshlutastigi, enda gegna umræddir staðir því hlutverki að vera miðstöð landshlutans. Fjallað er um niðurstöður könnunarinnar í 33. tölublaði Feykis sem kemur út í dag.

Fleiri fréttir