Reytingur á fyrsta REKO afhendingu á Norðurlandi

Fyrsta REKO afhendingin á Norðurlandi fór fram í gær á Blönduósi. Skemmtileg stund í hinni frábæru Húnabúð / Bæjarblómið, segir á Facebooksíðu REKO en þar fór afhendingin fram milli klukkan 13 og 14. Seinna um daginn fór önnur afhending fram á Sauðárkróki og í dag verður afhending hjá Jötunvélum á Akureyri milli kl: 12-13.
Vöruframboðið er fjölbreytt og á það sameiginlegt að vera framleitt af fólki af svæðinu, t.d. mýkjandi krem, kartöflur, pestó, kjötvörur, fæðubótarefni o.fl. Að sögn þeirra sem stóðu vaktina á Sauðárkróki í gær var reytingur að gera en hefði að ósekju mátt vera meira. Töldu þau að þetta söluform eigi eftir að festa sig betur í rekstri en verslunin fer fram á Facebook-síðunni REKO Norðurland. Þar setja framleiðendur upplýsingar um sínar afurðir og geta áhugasamir kaupendur nálgast vörur og keypt beint af þeim. Einungis er um afhendingu að ræða þessa daga sem tilgreindir eru og verða allar vörur að vera pantaðar og greiddar fyrir afhendinguna.
Tengd frétt: Fyrsta REKO afhending á Norðurlandi þann 20. desember
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.