Rigning eftir hádegi
Suðlæg átt 5-10 og úrkomulítið. Gengur í norðaustan 13-18 m/s með rigningu eftir hádegi. Hægari og úrkomuminna í kvöld. Norðvestan 15-23 seint í nótt og slydda eða snjókoma, en dregur úr vindi þegar líður á morgundaginn. Hiti 1 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Vestlæg átt, víða 10-15 m/s, en 15-23 N-lands, hvassast á annesjum. Slydda eða snjókoma fyrir norðan, en rigning við sjávarmál. Skúrir eða slydduél V-lands en yfirleitt þurrt á S- og A-landi. Fer að lægja síðdegis og styttir upp N-lands um kvöldið. Hiti 0 til 7 stig, mildast SA-lands.
Á laugardag:
Suðaustan og síðar austan 5-13 m/s. Rigning á SA-verðu landinu, stöku skúrir eða él V-til en víða þurrt norðanlands. Hiti 0 til 7 stig að deginum.
Á sunnudag:
Norðaustan 8-15 m/s NV-til og rigning eða slydda með köflum. Annars hægari austlæg átt og dálitlar skúrir, einkum suðaustantil. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Útlit fyrir hvassa norðaustanátt. Rigning eða slydda og hiti 2 til 10 stig, hlýjast suðvestantil.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðaustan átt. Væta með köflum, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 2 til 9 stig.