Rigning og jafnvel slydda í dag

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er norðan 5-13 og rigning og jafnvel slydda um tíma, en úrkomulítið seinnipartinn og austlægari í kvöld. Heldur hvassari og fer að rigna síðdegis á morgun. Hiti 2 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Austlæg átt, 5-13 en snýst í SV 5-13 S-til seinnipartinn. Víða rigning eða súld en þurrt norðanlands fram eftir degi. Hiti 2 til 9 stig, mildast syðst.

Á sunnudag:

Suðvestan 5-13 m/s um landið sunnanvert en norðan 8-13 norðantil. Skýjað um landið N-vert og rigning og jafnvel slydda til fjalla fram eftir degi, en úrkomulítið syðra. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með rigningu um landið sunnan- og vestanvert en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnandi veður.

Á þriðjudag:

Stíf sunnanátt og rigning en áfram úrkomulítið norðantil. Fremur milt í veðri.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Útlit fyrir sunnan og suðvestanátt með vætu víðast hvar, einkum þó sunnantil. Hiti víða 3 til 8 stig.

Fleiri fréttir