Ríkið falli frá þjóðlendukröfum

 

Frá Sauðárkróki

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsti á síðasta fundi sínum undrun sinni á því að starfi óbyggðanefndar sé haldið til streitu í árferði sem nú ríkir með tilheyrandi kostnaði fyrir landeigendur, sveitarfélög og íslenska ríkið.

Segir í ályktun sveitarfélagsins að þessari vinnu sé haldið áfram þrátt fyrir fyrri yfirslýsingar ríkisstjórnarinnar um annað. Þá beinir sveitarstjórn eindregnum tilmælum til fjármálaráðherra og þingmanna Norðvesturkjördæmir að sjá til þessað allri kröfugerð íslenska ríkisins í þjóðlendumálum verði slegið á frest hið snarasta. Var ályktun sveitarstjórnar samhljóða og naut stuðnings allra flokka í sveitarstjórn.

Fleiri fréttir