Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag

Rjúpa í vetrarbúningi. Mynd:visindavefur.is
Rjúpa í vetrarbúningi. Mynd:visindavefur.is

Í dag, 1. nóvember, hefst rjúpnaveiðitímabilið og stendur það út mánuðinn. Fyrirkomulag veiðanna er með breyttu sniði frá því sem verið hefur undangengin ár. Leyft er að skjóta rjúpu fimm daga vikunnar, þ.e. alla daga nema miðvikudaga og fimmtudaga en þetta árið var veiðidögum fjölgað úr 15 í 22.

Áfram er í gildi sölubann á rjúpum sem þýðir að veiðimönnum er einungis frjálst að veiða fyrir sig og fjölskyldu sína hæfilegan fjölda fugla og er óheimilt að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir. Þannig er þess vænst að menn gangi ekki of nærri stofninum.

Veiðimenn eru eindregið hvattir til að sýna hófsemi og eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar. Umhverfisstofnun verður falið að hvetja til hófsemi í veiðum sem eiga að miða við veiði til eigin neyslu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir