Rómantík á söndunum
Sundkappinn Benadikt Lafleur gekk að eiga unnustu sína Andreu Marke á söndunum við Sauðárkrók í gærmorgun. Athöfnina framkvæmdi Birkir Már Magnússon, fulltrúi sýslumanns á Sauðárkróki.
Þar sem Andrea er Belgísk að uppruna fór athöfnin fram á ensku. Svalt var í veðri og því var athöfnin látlaus og stutt en ákaflega falleg. Andrea og Benedikt hafa þekkst lengi en það var nú í vor sem ástir kviknuðu á milli þeirra og eftir það gengu hlutirnir hratt fyrir sig. Hún mun flytja hingað til lands í haust. Aðspurður um hvort það væri ekki slæmt að gifta sig á mánudegi sem er jú til mæði svaraði talnaspekingurinn Benedikt að brúðkaupsdagurinn hefði verið vandlega reiknaður út. -29/6 gefur töluna átta sem er tala sambanda og hjónabanda og því varð úr að við giftum okkur þann dag, hitt er bara hjátrú, sagði alsæll brúðguminn að athöfn lokinni. Fámennt var við athöfnina en að henni lokinni buðu brúðhjónin gestum sínum í mat á veitingastaðnum Ólafshús á Sauðárkróki.