Rugludalsrétt fyrsta rétt haustsins
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.09.2014
kl. 09.19
Hin hefðbundnu haustverk til sveita eru nú óðum að hefjast. Hefur þegar verið réttað í einni fjárrétt á Norðurlandi vestra, Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu en þar var réttað síðasta laugardag.
Feykir hefur tekið saman lista yfir réttir á Norðurlandi vestra þetta haustið. Einhverjar stóðréttir kann reyndar að vanta inn á listann en hann verður birtur í 33. Tölublaði Feykis sem út kemur á morgun.