Rúnar Már upp í efstu deild í Svíþjóð

GIF Sundsvall tryggði sér um helgina sæti í sænsku úrvalsdeildinni að ári en Sundsvall gerði markalaust jafntefli við Landskrona í lokaumferðinni.  Með liðinu leikur Króksarinn fótlypri, Rúnar Már Sigurjónsson, og hefur verið að standa sig með prýði.

Jafnteflið dugði Rúnari og félögum til að enda með 61 stig, líkt og Hammarby sem sigraði Jönköpings og tryggði sér um leið toppsæti deildarinnar á markamun.

Auk Rúnars Más leikur Íslendingurinn Jón Guðni Fjóluson með GIF Sundsvall en þeir voru báðir á sínum stað í byrjunarliðinu um helgina.

Þess má geta að Rúnar Már prýddi síður Feykis í sumar en hann var þá í opnuviðtali. Stórt ár hjá Rúnari!

Heimild: Fótbolti.net

Fleiri fréttir