Rúta fauk út af
Eins og greint var frá á Feyki.is í gær varð bílvelta á Þverárfjalli. Skömmu áður fauk rúta út af Þverárfjallsvegi. Um var að ræða rútu íþróttafélagsins Tindastóls. Hún valt þó ekki og tókst að koma henni upp á veginn aftur.
Það var meistaraflokkur karla í körfubolta sem var á ferð með rútunni en engan sakaði við óhappið.